Free

Þjálfun hjá Robert Anderson - Aðeins fyrir ÍR-inga

Event Information

Share this event

Date and Time

Location

Location

Keiluhöllin

~ Reykjavík

Iceland

View Map

Event description

Description

Athugið - Aðeins í boði fyrir félagasmenn Keiludeildar ÍR

Robert Anderson kemur og verður með þjálfun dagana 30. og 31. janúar - Takmarkaður fjöldi sæta í boði. Robert er okkur að góðu kunnur og ætti ekki að þurfa að kynna hann eitthvað frekar.

Robert verður með þjálfun á brautum í Egilshöll dagana 30. og 31. janúar n.k. Þar sem takmarkaður fjöldi sæta er í boði gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær. Við þurfum að raða hópunum saman eftir getustigi keilaranna þannig að hver hópur fái sem mest út úr þjálfuninni með Robert þar sem hann ræðir bæði við hópinn í heild sem og við hvern einstakling og æfingar verða eftir getustigi hópsins. Við mælum því með að ef þú skráir þig til leiks þá gerir þú ráð fyrir að komast á þessum tíma því það verður öruggleg umfram eftirspurn.

Þetta fer fram fyrir daglega opnun Keiluhallarinnar. Fyrsta hollið er frá kl. 09 til 11 og næsta frá kl. 11:30 til 13:30 - Mætið tímalega! Um leið og 32 hafa skráð sig til leiks röðum við hópunum niður og sendum boð á þátttakendur.

Rúsínan í pylsuendanum - Þetta er þér að kostnaðarlausu - Keiludeild ÍR býður þér upp á þetta !

Við náum þessu svona með því að Robert verður á landinu vegna RIG mótsins og við fáum aðstöðuna fría fyrir almenna opnun í Egilshöll. Fáránlega flott tækifæri til að efla sinn leik enn betur í keilu. þess vegna, ef þú skráir þig þá mætir þú, tímalega auðvitað.

Athugið að þeir sem fóru í tíma hjá Robert þann 2. janúar eiga ekki að skrá sig á þennan viðburð. Aðrir hafa forgang.

Share with friends

Date and Time

Location

Keiluhöllin

~ Reykjavík

Iceland

View Map

Save This Event

Event Saved